Önnur félög fengu að njóta kraftanna

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir er uppalin hjá ÍR en hún er …
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir er uppalin hjá ÍR en hún er markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eins og útlitið er núna bendir fátt til þess að ÍR muni tefla fram meistaraflokki kvenna í handboltanum næsta vetur. ÍR-ingar greindu frá þessu í síðustu viku og einhverjir leikmanna liðsins hafa lýst vonbrigðum sínum. Framarar hafa blandast inn í umræðuna því Fram bauðst til þess að spila ágóðaleik við kvennalið ÍR til að afla fjár.

Sé farið aðeins aftur í tímann þá hefur það gerst áður að ÍR hafi ekki boðið upp á meistaraflokk kvenna í handboltanum. Þá var félagið í þeirri stöðu að innan handknattleiksdeildarinnar höfðu alist upp margar snjallar handboltakonur.

Þær voru að ég held ekki komnar á meistaraflokksaldur en reru á önnur mið vegna þessara aðstæðna. Fjöldi þeirra lét mjög að sér kveða. Má nefna þar nefna markahæstu landsliðskonuna frá upphafi, Hrafnhildi Skúladóttur, og systur hennar Dagnýju og Drífu. Einnig Guðnýju Jennýju Ásmundsdóttur, Þórdísi Brynjólfsdóttur  og Guðrúnu Hólmgeirsdóttur. Sjálfsagt mætti nefna fleiri.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert