Hefur leikið sinn síðasta leik í Austurríki

Guðmundur Hólmar Helgason í leik með West Wien.
Guðmundur Hólmar Helgason í leik með West Wien. Ljósmynd/Handball-westwien.at

Austurríska handknattleikssambandið hefur staðfest að búið sé að blása af allar keppnir innan sambandsins og verða þær ekki kláraðar. Enginn verður krýndur meistari, ekkert lið fer upp og ekkert lið fellur. 

Guðmundur Hólmar Helgason leikur með West Wien sem var í baráttu um að halda sæti sínu í efstu deild. Var liðið í toppsæti fallriðils deildarinnar. 

Akureyringurinn kom til West Wien fyrir tveimur árum og gerði þá tveggja ára samning við félagið, sem er nú á enda. Félagið staðfesti á heimasíðu sinni að hann myndi yfirgefa félagið. 

„Ég vil þakka starfsfólki, þjálfurum og liðsfélögum fyrir tvö góð ár. Ég og fjölskyldan mín höfðum það mjög gott hérna,“ er haft eftir Guðmundi á heimasíðu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert