Vilt þú stýra ÍR í Olísdeildinni?

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR
Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR Ljósmynd/ÍR

Handknattleiksdeild ÍR er í miklum fjárhagsvandræðum en menn þar á bæ deyja ekki ráðalausir. Félagið hefur sett af stað söfnun á Karolinafund þar sem hægt er að styrkja félagið með ýmsum frumlegum leiðum. 

Meðal þess sem fólk getur keypt er sæti í stúkunni og að hitta leikmenn eftir leik. Frumlegustu leiðirnar til að styrkja félagið eru hins vegar af öðru tagi. Fyrir 330.000 krónur getur þú verið aðstoðarþjálfari ÍR í einum leik og fyrir 825.000 krónur aðalþjálfari.

„Ég er tilbúinn að selja að vera aðalþjálfari í einum leik en ætli ég breyti mér þá ekki í aðstoðarþjálfara,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, í samtali við Stöð 2 sport. 

Hægt er að nálgast söfnunina með því að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert