Á leið til Þýskalands

Arnar Birkir Hálfdánsson er á leið til Þýskalands.
Arnar Birkir Hálfdánsson er á leið til Þýskalands. mbl.is/Hari

Handknattleikskappinn Arnar Birkir Hálfdánsson er á leið til þýska B-deildarfélagisns Aue en það er Vísir.is sem greinir frá þessu. Arnar Birkir hefur leikið í Danmörku með SønderjyskE, undanfarin tvö tímabil, en SønderjyskE endaði í 9. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og skoraði Arnar Birkir 51 mark á tímabilinu.

Arnar Birkir er 26 ára gömul skytta sem er uppalinn hjá Fram í Safamýrinni. Hann hefur einnig leikið með FH og ÍR hér á landi, áður en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2018. Aue var í 13. sæti þýsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert