Tveir Íslendingar til Aue

Arnar Birkir Hálfdánsson.
Arnar Birkir Hálfdánsson. mbl.is/Hari

Arnar Birkir Hálfdánsson er ekki eini Íslendingurinn sem genginn er í raðir þýska handboltaliðsins Aue sem leikur í b-deildinni í Þýskalandi.  

Félagið hefur bæði samið við Arnar og Sveinbjörn Pétursson markvörð um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. 

Sveinbjörn er raunar fyrrverandi leikmaður Aue og var hjá félaginu frá 2012 til 2106. Hann lék síðast með Stjörnunni hér heima en hefur glímt við bakmeiðsli frá því hann lenti í bílveltu veturinn 2018-2019. 

Markvörður Aue sleit krossband í hné og því var félagið á höttunum eftir markverði fyrir næsta tímabil. 

Sveinbjörn kemur frá Ísafirði en hóf meistaraflokksferilinn með Þór á Akureyri. Lék einnig með Akureyri og HK hérlendis auk Stjörnunnar. Hann hefur leikið 11 A-landsleiki fyrir Ísland. 

Sveinbjörn Pétursson á milli stanganna hjá Stjörnunni.
Sveinbjörn Pétursson á milli stanganna hjá Stjörnunni. mbl.is/Þórir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert