Daninn velur tvo Íslendinga

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Ljósmynd/Sascha Klan

Danski handboltamaðurinn Rasmus Boysen heldur áfram að velja ýmis úrvalslið í handboltanum á þessari öld.

Boysen er mjög virkur á Twitter og hefur þar vakið athygli fyrir að dæla inn handboltafréttum héðan og þaðan en sjálfur er hann leikmaður.

Boysen birti í gær lið sem að hans mati er besta lið sem hægt er að setja saman með leikmönnum í þýsku deildinni á þessari öld.

Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Ljósmynd/Heimasíða Rhein-Neckar Löwen

Hann tekur fram að afrek í Evrópukeppnum og með landsliðið skipti ekki máli og einnig hafi verið tekið með í reikninginn hvort menn hafi spilað lengi í Þýskalandi.

Í því samhengi má kannski draga þá ályktun að leikmenn eins og Ólafur Stefánsson og Nikola Karabatic falli ekki vel að módeli Boysen. (innskot mbl.is).

Tveir Íslendingar hljóta náð fyrir augum Boysen en það eru Guðjón Valur Sigurðsson og Alfreð Gíslason væri þjálfari liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert