Einn sá besti í heimi orðinn stúdent

Mikkel Hansen.
Mikkel Hansen. AFP

Danska stór­stjarn­an Mikk­el Han­sen, einn besti handknattleiksmaður heims, er orðinn stúdent en hann fékk hvítu húfuna um helgina eftir að hafa klárað stúdentspróf við Vestskoven-skólann í Albertslund.

Hansen er 32 ára gamall og spilar með franska stórliðinu PSG, þar sem hann var liðsfélagi Guðjóns Vals Sigurðssonar á síðustu leiktíð. Hann var kjörinn besti handboltamaður Danmerkur í sjötta skipti fyrr á árinu og hefur verið lykilmaður í landsliðinu þar um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert