Stjarnan semur við tvo unga leikmenn

Gunnar Hrafn Pálsson og Pat­rek­ur Jó­hann­es­son, þjálfari Stjörnunnar.
Gunnar Hrafn Pálsson og Pat­rek­ur Jó­hann­es­son, þjálfari Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur fengið liðstyrk en tveir leikmenn hafa samið við félagið fyrir næsta tímabil, þeir Gunnar Hrafn Pálsson og Adam Thorstensen.

Þeir eru báðir fæddir árið 2002 og hafa leikið saman upp yngri landslið Íslands. Gunnar Hrafn er miðjumaður og uppalinn í Gróttu en spilaði líka eitt tímabil í Val. Adam er stór og efnilegur markvörður, uppalinn hjá ÍR í Breiðholtinu.

Þeir hafa skrifað undir tveggja ára samning við Stjörnuna sem var í 8. sæti þegar deildinni var aflýst á síðustu leiktíð vegna kórónuveirunnar. Næsta leiktímabil á að hefjast í september.

Adam Thorstensen
Adam Thorstensen Ljósmynd/Stjarnan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert