Norðankonur unnu botnslaginn

Rut Jónsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í kvöld.
Rut Jónsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

KA/Þór vann 21:19-sigur á FH í Kaplakrika í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld en liðin voru á botni deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar og þau einu sem ekki voru búin að vinna leik.

Rut Jónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir gestina og var markahæst en Ásdís Guðmundsdóttir var næst með fjögur mörk. Hildur Guðjónsdóttir var markahæst FH-inga með fjögur mörk einnig en staðan var 12:9 í hálfleik, gestunum í vil.

FH er áfram á botninum án stiga eftir þrjá leiki en KA/Þór er nú með þrjú stig, liðið gerði jafntefli gegn ÍBV í fyrsta leik og tapaði svo gegn Stjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert