Rúnar valinn leikmaður mánaðarins

Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu í handknattleik.
Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu í handknattleik. Haraldur Jónasson/Hari

Rúnar Kárason, leikmaður Ribe-Esbjerg, hefur verið valinn leikmaður nóvembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Rúnar skoraði 23 mörk í þremur leikjum í mánuðinum, auk þess að gefa níu stoðsendingar fyrir samherja sína.

Ribe-Esbjerg er í 12. sæti af 14 liðum í deildinni með 9 stig eftir 15 leiki. Þrátt fyrir að liðinu hafi ekki gengið nægilega vel á tímabilinu hefur Rúnar spilað afar vel.

Þannig er Rúnar í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 77 mörk, er í 4. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn með 48 stoðsendingar, og er í 2. sæti yfir atkvæðamestu leikmenn deildarinnar, þar sem allir tölfræðiþættir eru teknir saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert