Fram vann toppslaginn með minnsta mun

Sunna Jónsdóttir skýtur að marki Framara í Safamýrinni í dag.
Sunna Jónsdóttir skýtur að marki Framara í Safamýrinni í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fram vann nauman 26:25 sigur gegn ÍBV í æsispennandi toppslag í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag. Fram er þar með búið að jafna Val að stigum og fer að hlið þeirra á topp deildarinnar með 6 stig. ÍBV er í þriðja sætinu, einu stigi á eftir Val og Fram.

ÍBV byrjaði leikinn betur og náði best tveggja marka forystu í fyrri hálfleinum en Framarar jöfnuðu ávallt metin. ÍBV fór þó með eins marks forystu í hálfleik, 14:13, og máttu þakka Mörtu Wawrynzkowksa í mark sínu það að stóru leyti, enda varði hún 10 skot í fyrri hálfleik.

Í síðari hálfleik komu leikmenn Framara ógnarsterkir til leiks. Vörn Framara var virkilega öflug og skot Eyjastúlkna geiguðu í hvívetna. Komust Framarar í fyrsta skipti yfir í leiknum í stöðunni 15:14 og náðu mest fjögurra marka forystu þegar þær komust í 20:16.

Eyjastúlkur voru þó ekki á því að gefast upp og í kjölfar leikhlés á 40. mínútu minnkuðu þær muninn í 21:20 á 46. mínútu. Framarar skoruðu þó næstu tvö mörk en enn létu Eyjastúlkur ekki deigan síga og eftir að hafa verið 25:22 undir náðu þær að jafna í 25:25. Framarar skoruðu þó síðasta mark leiksins og fóru að lokum með eins marks sigur, 26:25.

Með sigrinum fer Fram að hlið Vals á top Olís-deildarinnar með 6 stig. Valur er í efsta sætinu eftir sigur í innbyrðis leik liðanna í haust.

Markahæst í liði Fram var Ragnheiður Júlíusdóttir með 12 mörk og markahæst í liði ÍBV var Sunna Jónsdóttir með sjö mörk.

Fram 26:25 ÍBV opna loka
60. mín. Fram tekur leikhlé Framarar verða að skora úr þessari sókn til þess að tryggja sér sigurinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert