Allt undir gegn Marokkó

Leikmenn íslenska liðsins fögnuðu vel og innilega eftir sigurinn gegn …
Leikmenn íslenska liðsins fögnuðu vel og innilega eftir sigurinn gegn Alsír á laugardaginn. AFP

Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik er ekki með það í forgangi að dreifa álaginu á sína menn þegar Ísland mætir Marokkó í lokaleik F-riðils heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld.

Íslenska liðinu nægir jafntefli til að gulltryggja stöðu sína og fara áfram með tvö stig og fimmtán mörk í plús úr sigurleiknum gegn Alsír í milliriðlakeppni mótsins. Leikurinn má alls ekki tapast því þá kæmist Marokkó í milliriðil og Ísland færi áfram án stiga.

„Þeir eru sýnd veiði en ekki gefin, og svo er staðan þannig hjá okkur að við verðum að vinna leikinn til þess að fara með stigin með okkur inn í milliriðilinn, sem er mjög mikils virði. Það er því allt undir í þessum leik og ekki hægt að slaka neitt á,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gær en ítarlegt viðtal við hann er á HM-vefnum á mbl.is/sport.

Eftir leiki laugardagsins í E- og F-riðlum blasir það við að Ísland leiki gegn Sviss á miðvikudaginn, gegn Frakklandi á föstudaginn og gegn Noregi á sunnudaginn. Íslenska liðið þarf að fá að lágmarki fjögur stig úr þessum þremur leikjum til að eiga möguleika á að ná öðru sæti milliriðilsins og komast í átta liða úrslit mótsins.

Íslenska liðið átti stórgóðan leik gegn Alsír í fyrrakvöld og vann 39:24 eftir 22:10 í hálfleik þar sem Ísland skoraði úr 22 skotum af 23. „Þessi fyrri hálfleikur fer nú nánast í sögubækurnar fyrir nýtingu. Ég man bara ekki eftir svona tölum og held að þetta hafi aldrei gerst áður,“ sagði Guðmundur.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert