Tekur fram skóna og spilar með Stjörnunni

Atli Rúnar Steinþórsson í leik með FH árið 2014.
Atli Rúnar Steinþórsson í leik með FH árið 2014. mbl.is/Thorir O. Tryggvason.

Handknattleiksmaðurinn Atli Rúnar Steinþórsson hefur tekið fram skóna og samið við Stjörnuna um að spila með liðinu út þessa leiktíð. Línumaðurinn er orðinn fertugur og hefur ekki spilað handbolta síðan 2014.

Stjarnan segir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í kvöld en Atli er uppalinn í Val og varð Íslandsmeistari á Hlíðarenda árið 2007. Einnig lék hann á sínum tíma með Gróttu, Aftureldingu og síðast FH áður en hann tók sér hlé frá íþróttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert