FH-ingar sterkari á lokakaflanum

Björgvin Hólmgeirsson sækir að FH-ingum í Garðabænum í kvöld.
Björgvin Hólmgeirsson sækir að FH-ingum í Garðabænum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH vann sinn annan leik í röð í Olísdeild karla í handbolta er liðið lagði nágranna sína í Stjörnunni, 30:27. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en FH var sterkara liðið á lokakaflanum. 

Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en FH þó hænuskrefi á undan. Jafnt var nánast á öllum tölum, en FH oftar en ekki marki yfir. FH komst svo tveimur mörkum yfir rétt fyrir hálfleik og var staðan í leikhléi 15:13. 

FH skoraði tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og komst fyrir vikið í 17:13. Stjarnan gafst ekki upp og minnkaði muninn aftur í eitt mark skömmu síðar, 18:17. 

Stjarnan hélt áfram að spila vel næstu mínútur og heimamenn komust tveimur mörkum yfir í fyrsta skipti tíu mínútum fyrir leikslok, 25:23. FH var hins vegar sterkari á lokakaflanum og skoraði sex af sjö síðustu mörkunum. 

Ágúst Birgisson skoraði sex mörk fyrir FH og Leonharð Þorgeir Harðarson fimm. Leó Snær Pétursson skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna. 

Stjarnan 27:30 FH opna loka
60. mín. Einar Örn Sindrason (FH) skoraði mark Gulltryggir sigur FH-inga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert