HK-ingar unnu toppslaginn

HK-ingar ætla sér upp um deild.
HK-ingar ætla sér upp um deild. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

HK fór upp að hlið Víkings á toppi Grill 66-deildar karla í handbolta með 23:22-útisigri í Víkinni er liðin mættust í dag. Eru bæði lið nú með 20 stig eftir 12 leiki. 

Víkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og var staðan í leikhléi 10:7. HK-ingar neituðu hins vegar að gefast upp og unnu þeir seinni hálfleikinn með fjórum mörkum og leikinn í leiðinni. 

Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði átta mörk fyrir HK og Kristján Ottó Hjálmsson gerði sex. Ólafur Guðni Eiríksson og Jóhannes Berg Andrason skoruðu sex mörk hvor fyrir Víkinga.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert