Ekki sá fyrsti sem skorar sextán mörk

Guðjón Valur Sigurðsson reynir að komast framhjá Þorra Gunnarssyni í …
Guðjón Valur Sigurðsson reynir að komast framhjá Þorra Gunnarssyni í leik Gummersbach og Fram árið 2006 og Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari Fram, fylgist spenntur með. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Bjarki Már Elísson er ekki fyrsti íslenski handboltamaðurinn sem skorar sextán mörk fyrir þýskt lið en eins og áður kom fram skoraði hann sextán mörk fyrir  Lemgo í bikarleik í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson hefur áður leikið sama leik og það gerði hann meira að segja á Íslandi. 

Guðjón Valur kom til Íslands með liði Gummersbach í Evrópuleik í byrjun október árið 2006, eða fyrir nákvæmlega fimmtán árum. Gummersbach lagði þá Fram að velli í Laugardalshöllinni, 38:26, og Guðjón skoraði sextán af mörkum þýska liðsins. Guðjón er einmitt þjálfari Gummersbach í dag en árið 2006 var Alfreð Gíslason við stjórnvölinn hjá gamla stórveldinu.

Það er því margt sameiginlegt hjá þeim Bjarka Má og Guðjóni Val, enda báðir rétthentir hornamenn sem hafa orðið markahæstir í Evrópuleik með þýsku liði á Íslandi. Bjarki var markahæsti leikmaður Lemgo í leiknum gegn Val á Hlíðarenda í síðasta mánuði.

Alfreð Gíslason var þjálfari Gummersbach þegar liðið mætti Fram árið …
Alfreð Gíslason var þjálfari Gummersbach þegar liðið mætti Fram árið 2006 og hér eru hann og Guðjón Valur Sigurðsson í Laugardalshöllinni. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert