Hvaða stórlið krækir í Bjarka Má?

Bjarki Már Elísson hefur átt frábæru gengi að fagna með …
Bjarki Már Elísson hefur átt frábæru gengi að fagna með Lemgo. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það mun koma mjög á óvart ef eitthvert af stórliðum evrópska handboltans verður ekki búið að tryggja sér þjónustu Bjarka Más Elíssonar, hornamanns Lemgo og íslenska landsliðsins, áður en lokakeppni EM hefst í Ungverjalandi 13. janúar.

Bjarki og Lemgo tilkynntu í gær að hann myndi yfirgefa þýsku bikarmeistarana að þessu tímabili loknu, eftir þriggja ára árangursríka dvöl.

Eftir að Bjarki tók drjúgan þátt í óvæntum Íslandsmeistaratitli HK árið 2012 hefur hann átt stigvaxandi gengi að fagna í Þýskalandi frá því hann kom þangað sumarið 2013.

Bjarki lék fyrstu tvö árin með Eisenach. Hann skoraði fyrst 129 mörk í 34 leikjum í 1. deildinni, efstu deild Þýskalands, og svo 279 mörk í 38 leikjum í B-deildinni, sem var 7,3 mörk í leik að meðaltali.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert