EHF staðfestir nýju reglurnar fyrir EM

Ísland og Portúgal mætast eftir átta daga á HM í …
Ísland og Portúgal mætast eftir átta daga á HM í Búdapest. AFP

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, staðfesti rétt í þessu nýjar reglur varðandi einangrun og sóttkví liða og leikmanna á Evrópumóti karla sem hefst í Ungverjalandi og Slóvakíu næsta fimmtudag, 13. janúar.

Eins og Handball-Planet greindi frá í morgun verður einangrun þeirra sem greinast með kórónuveiruna, leikmanna, þjálfara og fylgdarliðs, stytt úr fjórtán dögum í fimm. Til þess að fá að spila á ný á mótinu þarf viðkomandi að fá tvívegis neikvæðar niðurstöður úr PCR-prófum, en það fyrra má taka á fimmta degi eftir að hann greindist jákvæður og það seinna minnst 24 tímum seinna.

Þá var staðfest breyting á reglum mótsins á þá leið að nýir leikmenn sem ekki voru í upphaflegum 35 manna hópum sem tilkynntir voru í desember, eiga möguleika á að vera kallaðir inn í mótið, við sérstakar kringumstæður og af brýnum ástæðum, sem þurfa samþykki mótsstjórnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert