Ferskur eftir fjarveruna

Janus Daði Smárason er allur að koma til.
Janus Daði Smárason er allur að koma til. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Undirbúningurinn gengur bara vel og allir virðast vera í flottu formi. Út af veirunni gætu aðstæðurnar verið betri en þetta er bara eins og ef við værum erlendis og þekktum engan. Þá værum við bara saman inni á hóteli. Þannig er þetta núna og mórallinn í hópnum er fínn,“ sagði Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handknattleik, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

Undirbúningur landsliðsins fyrir EM í Budapest hefur tekið aðra stefnu því aflýsa þurfti vináttuleikjum gegn Litháen.

„Auðvitað hefði verið fínt að fá leiki en við erum með tuttugu manna æfingahóp og getum því fengið meiri takt í spilið á æfingum ef við viljum. Við vinnum allir við að spila handbolt og erum ekki að vinna með glæný atriði. Við erum meira að fínpússa hlutina.“

Tilhlökkun að fara í búninginn

Janus Daði lék með á EM í Svíþjóð fyrir tveimur árum en lítið varð úr HM hjá honum í fyrra vegna axlarmeiðsla. Hann fór í aðgerð í framhaldinu en er nýlega orðinn leikfær. „Þetta var svekkjandi fyrir mig í fyrra en það fór eins og það fór. Ég er nýlega kominn á ról og mér finnst í raun bara æðislegt að fá að spila handbolta. Ég var mjög ferskur í lok árs þegar liðsfélagarnir hjá Göppingen voru orðnir lúnir. Ég náði fimm leikjum í desember og æfði á fullu allan desember. Mér hefur liðið vel í öxlinni í meira en mánuð en missi mig ekki.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert