Fram vann toppslaginn eftir mikla spennu

Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir með boltann í dag.
Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir með boltann í dag. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Framkonur styrktu stöðu sína á toppi Olísdeildarinnar í handbolta í dag með því að leggja KA/Þór með eins marks mun í hörkuleik á Akureyri. Fram var yfir nánast allan leikinn en KA/Þór komst einu sinni yfir í leiknum þegar tvær mínútur lifðu. Sterkur varnarleikur Fram og stórgóð markvarsla Hadísar Renötudóttur skiluðu sigrinum en leiknum lauk 21:20. 

Fram byrjaði leikinn betur og munaði þar mest um góða markvörslu Hafdísar Renötudóttur. Gestirnir voru yfir allan fyrri hálfleik en KA/Þór aldrei langt undan. Ragnheiður Júlíusdóttir raðaði inn mörkum og virtist lítið hafa fyrir því. KA/Þór sendi markvörðinn Sunnu Guðrúnu Pétursdóttur á vettvang á 20. mínútu í stöðunni 9:7. Var hún fljót að koma sér á blað og var komin með sjö vörslur í hálfleik. Fram Komst þó í 11:7 en þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks voru heimakvenna og staðan því 11:10 í hálfleik fyrir Fram. Hafdís var þá búin að verja þrettán skot. 

Hafdís hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og Fram hélt forustu þar til KA/Þór jafnaði leikinn 16:16. Eftir það var nánast jafnt á öllum tölum og KA/Þór komst loks yfir á ögurstundu. Fram lét það ekki á sig fá og kláraði leikinn með því að loka vörninni og skora svo tvö síðustu mörkin. KA/Þór fékk síðustu sóknina og tók leikhlé þegar átján sekúndur voru eftir. Það leikhlé skilaði bara töpuðum bolta og Fram fagnaði því sigri. 

Hafdís var veð 22 vörslur í leiknum og Ragnheiður Júlíusdóttir steig upp í lokin eftir að hafa haft hægt um sig í seinni hálfleik. Perla Ruth Albertsdóttir var svo mögnuð í seinni hálfleiknum og dró vagn Framara um miðbik hans. 

Meistarar KA/Þórs hafa nú tapað síðustu þremur leikjum í deildinni og eru í þriðja sætinu, nú átta stigum á eftir Fram. 

KA/Þór 20:21 Fram opna loka
60. mín. KA/Þór tekur leikhlé Fram er komið með eitt stig í það minnsta. Nú er að sjá hvort KA/Þór nái að jafna. Það eru átján sekúndur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert