Glæsilegur sigur á Svíum

Elín Klara Þorkelsdóttir, sem átti glæsilegan leik, sækir að vörn …
Elín Klara Þorkelsdóttir, sem átti glæsilegan leik, sækir að vörn Svía í dag. Ljósmynd/IHF

Íslenska U18 ára landslið kvenna í handbolta fer afar vel af stað á heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður-Makedóníu. Ísland gerði sér lítið fyrir og vann 22:17-sigur á Svíþjóð í fyrsta leik í dag.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur og markvarsla íslenska liðsins nánast upp á tíu í dag en Ethel Gyða Bjarnasen var afar sterk í markinu.

Ísland leikur við Svartfjallaland á morgun en Svartfjallaland vann sannfærandi 38:16-sigur á Alsír fyrr í dag.

Mörk Íslands:

Lilja Ágústsdóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 2, Sara Dröfn Richardsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 1, Katrín Anna Ásmundsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert