Íslendingarnir fóru á kostum í Meistaradeildinni

Ómar Ingi Magnússon hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.
Ómar Ingi Magnússon hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fóru á kostum með Magdeburg þegar liðið heimsótti Dinamo Búkarest í A-riðli Meistaradeildarinnar í handknattleik í Rúmeníu í kvöld.

Leiknum lauk mep 30:28-sigri Magdeburgar en Ómari Ingi var markahæstur hjá þýska liðinu með sjö mörk og Gísli Þorgeir var næstmarkahæstur með fimm mörk en Magdeburg er með 2 stig í þriðja sæti riðilsins.

Þá skoraði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eitt mark fyrir Aalborg þegar liðið tók á móti Celje Lasko í B-riðli keppninnar í Danmörku en leiknum lauk með 36:32-sigri Aalborgar. Aalborg er með 2 stig í fjórða sætinu.

Bjarki Már Elísson komst svo ekki á blað hjá Veszprém þegar liðið vann 36:34-sigur gegn París SG í A-riðlinum í Ungverjalandi en Veszprém er með 2 stig í öðru sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert