Geir heiðraður af FH í kvöld

Geir Hallsteinsson var heiðraður í kvöld.
Geir Hallsteinsson var heiðraður í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Geir Hallsteinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik, var heiðraður fyrir leik FH og Aftureldingar í Olísdeild karla í kvöld.

Geir lætur af störfum í íþróttahúsinu í Kaplakrika um áramótin eftir að hafa starfað þar frá opnun þess árið 1990.

Hann varð fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í handknattleik þegar hann gekk til liðs við þýska liðið Göppingen árið 1973.

Geir er sannkölluð goðsögn hjá FH þar sem hann vann til fjölda titla og var til að mynda valinn íþróttamaður ársins 1968.

Hann stýrði liðinu einnig til Íslandsmeistaratitils árið 1984 sem þjálfari.

Geir lék alls 118 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim 531 mark.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur í Kaplakrika af …
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var mættur í Kaplakrika af tilefninu. mbl.is/Kristinn Magnússon
Guðni Th. hélt tölu í tilefni þess að Geir var …
Guðni Th. hélt tölu í tilefni þess að Geir var heiðraður. mbl.is/Kristinn Magnússon
Lærisveinar Geirs í Íslandsmeistaraliði FH árið 1984 stóðu heiðursvörð fyrir …
Lærisveinar Geirs í Íslandsmeistaraliði FH árið 1984 stóðu heiðursvörð fyrir hann. mbl.is/Kristinn Magnússon
Friðrik Dór Jónsson tók lagið af tilefninu.
Friðrik Dór Jónsson tók lagið af tilefninu. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert