Bjarki með 100 leiki

Bjarki Már Elísson leikur100. landsleikinn í kvöld.
Bjarki Már Elísson leikur100. landsleikinn í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarki Már Elísson leikur sinn 100. landsleik í kvöld þegar Ísland mætir Tékklandi í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Brno.

Hann er sá þriðji í núverandi landsliðshópi til að ná 100 landsleikjum en markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson leikur sinn 253. landsleik og fyrirliðinn Aron Pálmarsson sinn 164. landsleik.

Bjarki er næstmarkahæstur í hópnum í dag en hann hefur skorað 340 mörk í 99 landsleikjum. Aron er með 632 mörk í 163 landsleikjum fyrir viðureignina í kvöld sem hefst klukkan 19.15.

Valsmennirnir Stiven Tobar Valencia og Arnór Snær Óskarsson geta hins vegar báðir spilað sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Sautján eru í hópnum þannig að einn leikmannanna verður ekki á leikskýrslu.

Ísland og Tékkland eru bæði með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar í undankeppninni en bæði lið unnu örugga sigra á Eistlandi og Ísrael í október. Viðureignirnar tvær á milli liðanna ráða væntanlega úrslitum um hvort þeirra vinnur riðilinn en seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Tvö efstu liðin komast á EM og þá komast nokkur lið í þriðja sæti einnig þangað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert