Hvar er íslenska hjartað?

Ísland tapaði með fimm mörkum í Tékklandi í fyrrakvöld.
Ísland tapaði með fimm mörkum í Tékklandi í fyrrakvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Karlalandsliðið í handknattleik fékk slæman skell gegn Tékkum í Brno í fyrrakvöld þar sem liðinu tókst aðeins að skora sautján mörk.

Atli Hilmarsson, Díana Guðjónsdóttir, Sigurður Sveinsson og Harpa Melsteð ræddu frammistöðu liðsins við Morgunblaðið og eru sammála um að hún hafi ekki verið boðleg.

„Í nútímahandbolta eru sautján mörk eitthvað sem venjulegt lið skorar í einum hálfleik,“ segir Atli.

„Allar aðgerðir liðsins voru mjög fyrirsjáanlegar og kraftlausar,“ segir Harpa.

„Ég er orðlaus yfir frammistöðu liðsins. Það var ekkert sjálfstraust til staðar,“ segir Sigurður.

„Frammistaðan var döpur, sérstaklega hvað sóknarleikinn varðar,“ segir Díana.

Dagur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru fyrstir nefndir til sögunnar þegar rætt er um hver eigi að taka við þjálfun landsliðsins en Harpa hefur þá eindregnu skoðun að nauðsynlegt sé að fá erlendan þjálfara með nýjar áherslur. Díana telur að næsti þjálfari liðsins verði að vera í fullu starfi hjá Handknattleikssambandi Íslands.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert