Þverhaus frá því að hann var smákrakki

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Auðvitað þekki ég hann vel,“ sagði íþróttafréttamaðurinn fyrrverandi Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um íslenska karlalandsliðið í handknattleik og Snorra Stein Guðjónsson.

Kominn í gin ljónsins

Snorri Steinn, sem er 41 árs gamall, er sonur Gaupa en hann hafði áður stýrt karlaliði Vals sem hann gerði tvívegis að Íslandsmeisturum og tvívegis að bikarmeisturum.

„Hann er þverhaus og hefur verið það alveg frá því að hann var smákrakki og það á kannski eftir að hjálpa honum í þessu starfi,“ sagði Gaupi meðal annars.

„Núna er hann kominn í gin ljónsins og hann mun ekki fá mikinn frið,“ sagði Gaupi meðal annars.

Umræðan um íslenska landsliðið hefst á 21:00 mínútu en hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert