Eyjakonur sannfærandi í fyrsta leik

Elísa Elíasdóttir sækir að marki ÍR í kvöld.
Elísa Elíasdóttir sækir að marki ÍR í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV vann í kvöld sannfærandi heimasigur, 30:20, á ÍR í fyrsta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppninnar á Íslandsmóti kvenna í handbolta.

Eyjakonur byrjuðu með látum, komust í 7:2 og var staðan í hálfleik 17:12. ÍR-liðinu gekk illa að minnka muninn í seinni hálfleik og sannfærandi heimasigur varð raunin.

ÍBV getur því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í Breiðholtinu á mánudaginn kemur.

Elísa Elíasdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir skoruðu sjö mörk hvor fyrir ÍBV og Marta Wawrzynkowska varði 15 skot í markinu.

Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fjögur fyrir ÍR og þær Sigrún Ása Ásgrímsdóttir og Sylvía Sigríður Jónsdóttir þrjú hvor.

ÍBV 30:20 ÍR opna loka
60. mín. Vaka Líf Kristinsdóttir (ÍR) skoraði mark Vaka kemur gestunum í 20 mörkin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert