Gæti tekið nokkur ár að átta mig

Agnar Smári á æfingu í Grikklandi.
Agnar Smári á æfingu í Grikklandi. mbl.is/Jóhann Ingi

Agnar Smári Jónsson og liðsfélagar hans í Val eru einum leik frá Evrópubikarmeistaratitlinum í handbolta en sá leikur er gegn Olympiacos í Aþenu klukkan 17.

Valur vann fyrri leikinn á Hlíðarenda, 30:26, og getur orðið fyrsta íslenska félagsliðið til að vinna Evróputitil í handbolta.

„Það yrði geðveikt ef það tekst og ég átta mig ekki á því enn þá hvað það myndi þýða fyrir mig. Ég veit ekki hvort ég næ að móttaka það strax eða hvort það taki einhvern tíma.

Það gætu orðið nokkur ár þangað til ég átta mig á því hvað við gerðum saman ef þetta tekst,“ sagði Agnar um þýðinguna í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert