Íþróttahjónin Vignir Stefánsson og Hlíf Hauksdóttir eru að opna apótek í Norðlingaholti. Vignir lagði handboltaskóna á hilluna eftir sigur Vals í Evrópubikarnum á dögunum.
Hlíf lék fótbolta um árabil með ÍBV, Val og KR en hún er lyfjafræðingur að mennt og Vignir viðskiptafræðingur í samtali við Viðskiptablaðið segja þau hugmyndina hafa kviknað í fæðingarorlofi með dóttur þeirra sem fæddist á gamlársdag 2022.
Vignir lék með Val og ÍBV á ferlinum en hann spilaði einn landsleik á Covid-mótinu fræga í Ungverjalandi þar sem hann var kallaður inn og spilaði einn leik áður en hann greindist sjálfur með veiruna.