Handboltaveisla í Kaplakrika

Guðjón Valur Sigurðsson mætir með lærisveina sína í Kaplakrika.
Guðjón Valur Sigurðsson mætir með lærisveina sína í Kaplakrika. Ljósmynd/Gummersbach

Bæði FH og Valur munu leika Evrópuleiki sama kvöldið í Kaplakrika en EHF gaf út staðfesta leikjadagskrá vetrarins í dag. Mikið verður um dýrðir þann 15. október þegar Gummersbach og Porto mæta í heimsókn í Hafnarfjörðinn.

Bæði lið hefja keppnina á útileikjum. FH mætir Fenix Toulouse í Frakklandi þann 8. október en Valur heimsækir stórlið Vardar í Norður-Makedóníu sama kvöld.

Fyrstu heimaleikir beggja liða fara fram í Kaplakrika þar sem einungis einn löglegur keppnisdúkur er til á landinu og liðin eiga bæði að spila 15. október. 

Valur mætir portúgalska liðinu Porto klukkan 18:45 en með Porto leikur Þorsteinn Leó Gunnarsson. Klukkan 20:30 hefst svo leikur FH og Gummersbach en Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins og Teitur Örn Einarsson og Elliði Snær Viðarsson leika með liðinu.

Alla leikjadagskrá liðana má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert