Framlengir við Selfoss

Haukur Páll Hallgrímsson skrifar undir tveggja ára samning við Selfoss.
Haukur Páll Hallgrímsson skrifar undir tveggja ára samning við Selfoss. Ljósmynd/Umf. Selfoss

Haukur Páll Hallgrímsson hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Selfoss. 

Haukur Páll hefur leikið fyrir Selfoss síðan 2017 en hann er uppalinn Selfyssingur.

Selfoss vann Hauka 2 í fyrsta leik 1. deildar karla en Haukur Páll var á skýrslu sem þjálfari í leiknum.

Tilkynningu Selfoss má lesa hér að neðan.

<em>Haukur Páll Hallgrímsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.</em> <em>Haukur Páll er leikstjórnandi uppalinn á Selfossi.  Hann steig sín allra fyrstu skref með meistaraflokki haustið 2017 og varð hluti af U-liði Selfoss sem stofnað var ári síðar.  Síðustu ár hefur Haukur svo vaxið upp í að verða fastur póstur í meistaraflokki.</em> <em>Það er gleðiefni að þessi ungi en reyndi leikmaður velji að halda áfram á vegferð sinni með okkur.</em>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert