Í bann fyrir mjög ódrengilega hegðun

Kári Tómas Hauksson, númer 8 hjá HK, er kominn í …
Kári Tómas Hauksson, númer 8 hjá HK, er kominn í bann. Arnþór Birkisson

Handknattleiksmaðurinn Kári Tómas Hauksson, leikmaður HK, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ.

Kári fékk rautt spjald í leik HK og Fjölnis í úrvalsdeildinni síðastliðið föstudagskvöld.

Í úrskurði HSÍ kemur fram að rauða spjaldið hafi verið fyrir mjög ódrengilega hegðun og fær hann því eins leiks bann.

Þá er Hannes Grimm leikmaður Gróttu einnig kominn í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Fram í sömu deild, kvöldið áður. Samkvæmt úrskurði HSÍ telst brot Hannesar undir sérstaklega hættulega aðgerð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert