Sannfærandi sigur Eyjamanna

Andri Erlingsson sækir að marki Fjölnis í kvöld. Haraldur Björn …
Andri Erlingsson sækir að marki Fjölnis í kvöld. Haraldur Björn Hjörleifsson er til varnar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Eyjamenn unnu öruggan sigur á Fjölnismönnum í kvöld er liðin mættust í 4. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik. Lokatölur 30:22 en staðan í hálfleik var 15:11.

Mætingin í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var virkilega góð í kvöld en stemningin þó nokkuð lágstemmd, líkt og um skyldusigur væri að ræða. Það leit allt út fyrir það á fyrstu mínútunum að leikur einn yrði fyrir Eyjamenn að vinna leikinn er þeir skoruðu fjögur fyrstu mörkin, Fjölnismenn bitu þó strax frá sér eins og þeir áttu eftir að gera nokkrum sinnum í fyrri hálfleik.

Sigurður Ingiberg Ólafsson var frábær í marki gestanna en hann varði átta skot í fyrri hálfleik, þar af eitt vítakast, á meðan kollegi hans í marki ÍBV, Petar Jokanovic, varði sjö skot á sinni vakt í fyrri hálfleik.

Hjá Eyjamönnum léku allir útileikmenn liðsins í fyrri hálfleiknum og þá skiptu markverðir liðsins hálfleikjunum á sig. Flottur kafli Fjölnismanna undir lok fyrri hálfleiksins gerði það að verkum að verkefni Eyjamanna varð ögn erfiðara en þeir hefðu hugsað sér rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Eyjamönnum tókst illa að losa sig við Fjölnismenn en Sigurður markvörður þeirra var besti leikmaður vallarins, samtals varði hann 14 skot, þar af þrjú vítaköst. Eyjamaðurinn ungi Andri Erlingsson var markahæstur með sex mörk.  

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

ÍBV 30:22 Fjölnir opna loka
60. mín. Leik lokið Eyjamenn vinna öruggan sigur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert