Njarðvíkingurinn fór á kostum

Elvar Már Friðriksson lék afar vel.
Elvar Már Friðriksson lék afar vel. Kristinn Magnússon

Gríska liðið Maroussi vann sannfærandi útisigur á Peja frá Kósóvó, 106:81, í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í körfubolta í kvöld.

Maroussi vann fyrri leikinn 98:75 og einvígið því afar sannfærandi, 204:156. Með sigrinum tryggði Maroussi sér sæti í riðlakeppninni.

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson fer afar vel af stað með Maroussi en hann gekk í raðir félagsins frá PAOK, einnig frá Grikklandi, í sumar.

Hann átti sannkallaðan stórleik í kvöld, skoraði 22 stig, tók þrjú fráköst og gaf níu stoðsendingar á tæplega 32 mínútum á gólfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert