Óvænt úrslit í Breiðholti

Birgir Steinn Jónsson skýtur að marki ÍR í kvöld. Róbert …
Birgir Steinn Jónsson skýtur að marki ÍR í kvöld. Róbert Snær Örvarsson verst. mbl.is/Anton Brink

Nýliðar ÍR náðu í stig er liðið mætti Aftureldingu á heimavelli í 4. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í kvöld. Urðu lokatölur 31:31.

ÍR byrjaði betur og komst í 10:7 um miðjan fyrri hálfleik. ÍR-ingar fóru svo með tveggja marka forskot í hálfleikinn, 16:14.

ÍR-ingar voru áfram skrefinu á undan framan af í seinni hálfleik og var staðan 24:21 þegar hann var hálfnaður.

Mosfellingar gáfust ekki upp og jöfnuðu í 27:27. Skiptust liðin á að skora eftir það en Ihor Kopyshynskyi skoraði síðasta mark leiksins tæpum tveimur mínútum fyrir leikslok er hann jafnaði í 31:31 fyrir Aftureldingu og þar við sat.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 10, Bernard Kristján Darkoh 8, Bjarki Steinn Þórisson 5, Róbert Snær Örvarsson 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Viktor Freyr Viðarsson 1, Andri Freyr Ármannsson 1.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 15.

Mörk Aftureldingar: Ihor Kopyshynskyi 7, Birgir Steinn Jónsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 5, Blær Hinriksson 4, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Harri Halldórsson 2, Hallur Arason 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Ævar Smári Gunnarsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7, Brynjar Vignir Sigurjónsson 3.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert