Sterkur sigur Fram gegn Haukum

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skýtur að marki Hauka. Erlendur Guðmundsson, Adam …
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson skýtur að marki Hauka. Erlendur Guðmundsson, Adam Haukur Baumruk og Ólafur Ægir Ólafsson fylgjast með. mbl.is/Árni Sæberg

Fram og Haukar mættust í í 4. um­ferð úr­vals­deild­ar karla í hand­bolta í Fram­heim­il­inu í Úlfarsár­dal í kvöld og Fram bar sigur úr býtum, 37:34.

Fram er í öðru sæti með sex stig og Haukar í þriðja með jafn mörg stig.

Leikurinn var jafn og spennandi fyrstu mínúturnar en Fram átti góðan kafla eftir um tíu mínútur í bæði vörn og sókn og komst fjórum mörkum á tveimur mínútum og þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson leikhlé.

Eftir það skiptu Haukar um gír og staðan var jöfn, 20:20, eftir 20 mínútur og Haukar komust svo loks yfir í 11:10.

Framarar hættu ekki, jöfnuðu og voru marki yfir og Haukar að leiða út fyrri hálfleikinn og staðan jöfn, 16:16, í hálfleik.

Markahæstur hjá Fram í fyrri hálfleik var Ívar Logi Styrmisson með 5/1 og þar á eftir var Þorsteinn Gauti Hjálmarsson með fjögur.
Arnór Máni Daðason varði fimm og Breki Hrafn Árnason eitt.

Össur Haraldsson og Hergeir Grímsson voru markahæstir hjá Haukum í fyrri hálfleik með þrjú.

Aron Rafn Eðvarðsson varði 7/1 og Vilius Rasimas fjögur.

Framarar byrjuðu seini hálfleik betur, komust yfir og létu forystuna ekki af hendi, voru tveimur til þremur mörkum yfir og Haukar sáu aldrei til sólar.

Lokamínútur leiksins voru ótrúlegar. Framarar voru fimm mörkum yfir, Haukar fóru í hávörn og minnkuðu muninn í tvö, 36:34, og það hjálpaði að tveir Framarar fengu tvær mínútur.

Á loka mínútu leiksins fékk Þorsteinn Gauti Hjálmarsson rautt spjald en Framarar fara í sókn og Ívar Logi Styrmisson kláraði leikinn með marki á loka mínútunni.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Stjarnan 22:26 FH opna
60. mín. Birgir Már Birgisson (FH) skoraði mark

Leiklýsing

Fram 37:34 Haukar opna loka
60. mín. Fram tapar boltanum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert