Þriðji sigur meistaranna í röð

Aron Pálmarsson í baráttunni við varnarmenn Stjörnunnar.
Aron Pálmarsson í baráttunni við varnarmenn Stjörnunnar. Kristinn Magnússon

Stjarnan tók á móti Íslands- og deildarmeisturum FH í 4. umferð Íslandsmóts karla í handbolta í kvöld og lauk leiknum með sigri FH 26:22. FH er með 8 stig eftir 5 leiki en Stjarnan er með 4 stig eftir 4 leiki.

Bæði lið voru mjög mistæk i fyrri hálfleik og töpuðu boltanum ítrekað. Voru Stjörnumenn ívið mistækari. Það var lið FH sem skoraði fyrsta mark leiksins úr hraðaupphlaupi eftir misheppnaða sókn Stjörnunnar. FH komst í 2:0 en Stjarnan jafnaði fyrst í stöðunni 2:2. Eftir þetta skiptust liðin á að jafna og komast yfir allt þangað til Hafnfirðingar komust yfir í stöðunni 8:7.

FH hélt þá forskotinu restina af hálfleiknum og skoraði mark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks sem dómararnir þurftu að skoða í skjánum til að meta hvort markið væri gott og gilt. Það reyndist vera svo og fóru Hafnfirðingarnir úr FH með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn í stöðunni 12:10.

Markahæstir í liði Stjörnunnar í fyrri hálfleik voru þeir Tandri Már Konráðsson, Jóhannes Björgvin, Hans Jörgen Ólafsson og Jóel Bernburg allir með tvö mörk. Adam Thorstensen átti flottan fyrri hálfleik og varði 11 skot.

Í liði FH var Birgir Már Birgisson með 5 mörk, flest úr hraðaupphlaupum. Daníel Freyr Andrésson varði 3 skot.

FH byrjaði seinni hálfleikinn á að auka muninn í þrjú mörk i stöðunni 13:10. Þann mun náði Stjarnan að minnka niður í eitt mark í stöðunni 15:14 en þá tóku Hafnfirðingar aftur við sér og juku muninn aftur í þrjú mörk og var munurinn 2-3 mörk mest allan seinni hálfleikinn.

Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum tókst Stjörnunni að minnka muninn aftur í eitt mark í stöðunni 20:19 fyrir FH en þann mun juku Hafnfirðingar aftur í tvö mörk úr vítaskoti.

Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum tóku Stjörnumenn leikhlé eftir að Hafnfirðingar höfðu aukið muninn í fimm mörk. Það má segja að vandamál Stjörnumanna í kvöld hafi verið að loka á hornamenn FH því bakverðir Stjörnunnar leituðust mikið við að hjálpa skyttunum að verjast bæði Ásbirni Friðrikssyni og Aroni Pálmarssyni sem galopnaði hornin fyrir FH.

Eftir leikhlé náði lið FH 6 marka forskoti. Þá fór í gang ákveðið kæruleysi hjá liði FH og náðu Stjörnumenn að notfæra sér það og minnkuðu muninn niður í 3 mörk í stöðunni 25:22. Lengra komust Garðbæingar ekki gegn sterku liði FH og lauk leiknum með 4 marka sigri FH 26:22.

Markahæstir í liði Stjörnunnar voru þeir Jóel Bernburg og Hans Jörgen Ólafsson með 5 mörk hvor. Adam Thorstensen var besti maður Stjörnunnar í kvöld með 16 varin skot.

Í lið FH var Birgir Már Birgisson með 10 mörk og varði Daníel Freyr Andrésson 7 skot. FH mætir næst liði Vals í Kaplakrika á fimmtudag en Stjarnan spilar gegn liði Fjölnis á föstudag.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Fram 37:34 Haukar opna
60. mín. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson (Fram) rautt spjald Hann er að leggja boltann frá sér, það er hrint honum og hann fær rautt er hvernig ég sé þetta en það er augljósega rangt því hann fær rautt.

Leiklýsing

Stjarnan 22:26 FH opna loka
60. mín. Birgir Már Birgisson (FH) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert