Tíu marka sigur Íslands í Tékklandi

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoraði fimm. Ljósmynd/Jon Forberg

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan sigur á tékkneska félagsliðinu Házená Kynzvart á fjögurra liða móti í Cheb í Tékklandi í dag. Urðu lokatölur 35:25.

Handbolti.is greinir frá.

Ísland vann báða hálfleikana með fimm mörkum, því staðan í hálfleik var 18:13. Tékkneska liðið kom inn á mótið á síðustu stundu í staðinn fyrir egypska landsliðið, sem hætti við keppni.

Ísland tapaði fyrir Póllandi í fyrsta leik mótsins í gær, 26:15. Lokaleikurinn er gegn heimakonum í Tékklandi á morgun. Leikirnir eru liðir í undirbúningi fyrir lokamót EM í lok árs. 

Mörk Íslands: Elísa Elíasdóttir 5, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 11, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 8.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert