Stórkostleg endurkoma HK

Aron Dagur Pálsson og félagar neituðu að gefast upp.
Aron Dagur Pálsson og félagar neituðu að gefast upp. Eggert Jóhannesson

HK og Stjarnan skildu jöfn, 27:27, í úrvalsdeild karla í handbolta í Kórnum í kvöld. Leó Snær Pétursson jafnaði fyrir HK úr vítakasti eftir að leiktíminn rann út.

HK er í tíunda sæti með átta stig, einu stigi meira en ÍR sem er í fallsæti. Stjarnan er í sjöunda sæti með ellefu stig.

Stjarnan var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var fimm mörkum yfir í hálfleik, 17:12. Stjarnan náði mest átta marka forskoti í seinni hálfleik, 26:18. Þannig var staðan þegar tíu mínútur voru eftir.

HK neitaði hins vegar að gefast upp og tókst að jafna með 9:1 kafla undir lokin og Leó Snær var hetjan.

Mörk HK: Leó Snær Pétursson 8, Andri Þór Helgason 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Tómas Sigurðarson 2, Benedikt Þorsteinsson 1, Haukur Ingi Hauksson 1.

Varin skot: Jovan Kukobat 10, Róbert Örn Karlsson 3.

Mörk Stjörnunnar: Jóel Bernburg 6, Pétur Árni Hauksson 4, Ísak Logi Einarsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Tandri Már Konráðsson 3, Starri Friðriksson 3, Jóhannes Bjørgvin 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 1.

Varin skot: Adam Thorstensen 15, Sigurður Dan Óskarsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka