Haukar höfðu betur gegn Kür með fimm mörkum, 30:25, í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik í Aserbaídsjan.
Liðin mætast aftur í seinni leik liðanna á sama stað á morgun.
Staðan var jöfn í hálfleik, 13:13, en í seinni hálfleik voru Haukar sterkari. Á síðustu þremur mínútum leiksins skoruðu Haukar þrjú mörk gegn engu frá Kür og unnu leikinn með góðum mun.
Sigurður Snær Sigurjónsson skoraði sex mörk fyrir Hauka en Össur Haraldsson skoraði fjögur. Aron Rafn Edvardsson stóð vaktina vel í markinu og varði 18 skot, 42%.