Sporting og Orri eru óstöðvandi

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk í kvöld. Ljósmynd/Sporting

Hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson var í góðum gír í kvöld þegar Sporting vann stórsigur á Avanca, 34:16, í portúgölsku 1. deildinni í handknattleik.

Orri skoraði sjö mörk í leiknum en þetta var fjórtándi sigur Sporting í jafnmörgum leikjum á tímabilinu.

Liðið er nú með fimm stiga forskot á Porto, lið Þorsteins Leó Gunnarssonar, og sjö stiga forskot á Benfica, lið Stivens Tobars Valencia. 

Sporting hefur þó leikið einum leik meira en keppinautarnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert