Bjarki og Aron samir við sig

Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson á góðri stundu.
Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson á góðri stundu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson létu að sér kveða hjá Veszprém þegar liðið vann stórsigur á Tatabánya, 38:21, í efstu deild ungverska handboltans í kvöld.

Bjarki Már skoraði fjögur mörk og Aron bætti við tveimur mörkum.

Veszprém er á toppi deildarinnar með 24 stig, tveimur meira en Pick Szeged í öðru sæti. Tatabánya kemur svo í þriðja sæti með 19 stig.

Janus Daði Smárason og liðsfélagar hans í Pick Szeged eiga leik til góða og geta því jafnað Veszprém að stigum með sigri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert