Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik, var einu sinni sem oft áður markahæstur allra þegar lið hans Kadetten Schaffhausen lagði Pfadi Winterthur örugglega að velli, 30:23, í svissnesku A-deildinni í kvöld.
Óðinn Þór skoraði átta mörk, þar af sex úr vítaköstum.
Kadetten er á toppi deildarinnar með 31 stig, níu stigum fyrir ofan Kriens sem á þó þrjá leiki til góða.