Hættir ásamt Þóri

Norsku landsliðskonurnar kasta Camillu Herrem upp í loftið.
Norsku landsliðskonurnar kasta Camillu Herrem upp í loftið. AFP/Attila Kisbenedek

Þaulreynda landsliðskonan Camilla Herrem hefur ákveðið að hætta spila með norska landsliðinu í handbolta. 

Herrem, sem er 38 ára gömul, sagði frá þessu í samtali við NRK eftir sigur Noregs á Danmörku, 31:23, í úrslitaleik Evrópumótsins í Vínarborg í kvöld. 

Herrem hefur verið með Þóri Hergeirssyni síðan hann tók við norska liðinu og unnið allt sem hægt er að vinna með Selfyssingnum. 

Hún lék sinn fyrsta leik árið 2008, ári áður en Þórir tók við liðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert