23 manna hópur Nígeríu klár

Victor Moses mætir Íslandi í Rússlandi.
Victor Moses mætir Íslandi í Rússlandi. AFP

Gernot Rohr, landsliðsþjálfari knattspyrnuliðs Nígeríu, er búinn að velja þá 23 leikmenn sem fara fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Rússlandi síðar í mánuðinum.

Rohr valdi á dögunum 25 leikmenn til að taka þátt í vináttuleik við England í gær og nú hefur hann skorið hann niður um tvo. Ísland mætir Nígeríu þann 22. júní næstkomandi í Volograd. 

Alex Iwobi, leikmaður Arsenal, Victor Moses, leikmaður Chelsea og Kelechi Ihenacho eru á meðal þeirra sem eru í hópnum sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.

Markmenn: Francis Uzoho (Deportivo La Coruna), Ikechukwu Ezenwa (Enyimba), Daniel Akpeyi (Chippa United).

Varnarmenn: William Troost-Ekong og Abdullahi Shehu (Bursaspor), Tyronne Ebuehi (Ado Den Haag), Elderson Echiejile (Cercle Brugge), Bryan Idowu (Amkar Perm), Chidozie Awaziem (Nantes), Leon Balogun (Brighton), Kenneth Omeruo (Kasimpasa).

Miðjumenn: Mikel John Obi (Tianjin Teda), Ogenyi Onazi (Trabzonspor), Wilfred Ndidi (Leicester City), Oghenekaro Etebo (Las Palmas), John Ogu (Hapoel Be'er Sheva), Joel Obi (Torino).

Sóknarmenn: Ahmed Musa (CSKA Moskva), Kelechi Iheanacho (Leicester City), Victor Moses (Chelsea), Odion Ighalo (Changchun Yatai), Alex Iwobi (Arsenal), Simeon Nwankwo (Crotone).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert