England og Portúgal með sigra í lokaleikjunum

Portúgalar fagna marki Gonçalo Guedes í kvöld.
Portúgalar fagna marki Gonçalo Guedes í kvöld. AFP

England tók á móti Kostaríka á Elland Road-vellinum í Leeds í vináttuleik í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 2:0 sigri heimamanna. Marcus Rashford kom enska liðinu yfir eftir þrettán mínútur.

Marcus Rashford kom enska liðinu yfir eftir þrettán mínútna leik eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek. Danny Welbeck skoraði svo annað mark leiksins á 76. mínútu en þetta var lokaleikur enska liðsins áður en það fer til Rússlands þar sem liðið mætir Túnis í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni 18. júní.

Þá vann Portúgal 3:0 sigur á Alsír á Estádio José Alvalade-vellinum í Lissabon í vináttuleik þar sem Gonçalo Guedes skoraði tvívegis fyrir heimamenn og þá skoraði Bruno Fernandes annað mark leiksins eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo. Þetta var lokaleikur portúgalska liðsins fyrir HM í Rússlandi en liðið gerði 2:2 jafntefli gegn Túnis 28. maí síðastliðinn. Liðið mætir svo Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi 15. júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert