Ungur, áræðinn og getur breytt leikjum

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Albert Guðmundsson er yngsti leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum. Albert á afmæli 15. júní og verður því nýorðinn 21 árs fyrir Argentínuleikinn þann 16. júní. Hann hefur leikið 5 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 3 mörk.

Albert er uppalinn í KR en fór ungur að árum til Heerenveen í Hollandi. Þar lék hann með unglingaliðum félagsins með það góðum árangri að annað af stóru liðunum í Hollandi, PSV Eindhoven, ákvað að kaupa hann til sín. Þar hefur Albert spilað vel með varaliðinu og hægt og rólega verið að fikra sig nær aðalliðinu. Albert kom við sögu í 9 aðalliðsleikjum á tímabilinu og lagði upp tvö mörk.

Þó að ekki séu miklar líkur á því að Albert muni byrja leikina í Rússlandi gefur hann Heimi ákveðna möguleika á bekknum. Hann er góður á boltann, fljótur og áræðinn og getur því brotið upp sóknarleik Íslands sem byggist oft frekar á föstum leikatriðum heldur en einstaklingsframtaki.

Morgunblaðið heldur áfram að telja niður dagana fram að fyrsta leik Íslands á HM en hann er eftir 9 daga

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert