Við erum betri en þegar við unnum 2014

Heimsmeistarar Þjóðverja á æfingu.
Heimsmeistarar Þjóðverja á æfingu. AFP

Thomas Müller, ein af stjörnum þýska landsliðsins í knattspyrnu, segir liðið enn betra nú en þegar það varð heimsmeistari árið 2014 í Brasilíu. Þjóðverjar þykja sigurstranglegir í Rússlandi en þeir unnu alla tíu leiki sína í undankeppni HM.

„Hvað einstaklinga í liðinu varðar þá erum við án nokkurs vafa betri. En fótboltinn hefur þróast umtalsvert á síðustu árum. Önnur lönd hafa bætt sig hratt og leikmenn þeirra eru með mun betri tækni en áður,“ sagði Müller við fréttamenn í gær.

„Það skilar engu að bera saman kynslóðir. Maður verður einfaldlega að halda í við þróun íþróttarinnar og hvað það varðar þá erum við tilbúnir. Við erum heimsmeistarar, við erum með fjölda leikmanna sem eru á hátindi síns ferils, og við hlökkum mikið til mótsins,“ sagði Müller, ánægður með það hvernig þýska liðið hefur þróast undir stjórn Joachims Löw:

„Það hefur margt breyst í þýskum fótbolta frá árinu 2010. Við erum lið sem vill halda boltanum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert