Alli spilar eins og hann sé frá Brasilíu

Dele Alli er mikilvægur í enska liðinu.
Dele Alli er mikilvægur í enska liðinu. AFP

Enski miðjumaðurinn Dele Ali spilar fótbolta eins og Brasilíumaður að mati Roberto Carlos, fyrrverandi heimsmeistara með brasilíska landsliðinu. Carlos tapaði með Brasilíu á móti Frökkum í úrslitaleik HM árið 1998 en vann keppnina í Suður-Kóreu og Japan fjórum árum síðar.

Roberto Carlos hefur trú á enska liðinu á HM í Rússlandi og bætir við að Alli þarf að spila vel, ætli það sér að ná langt. 

„England er eitt af liðunum sem getur unnið keppnina ásamt Brasilíu. Ég er mjög hrifinn af Dele Alli, hann spilar eins og hann sé frá Brasilíu. Ég sá hann spila á móti Real Madrid með Tottenham og hann heillaði mig.

Hann er hávaxinn og með mjög góða tækni," sagði Roberto Carlos að lokum. Fyrsti leikur Englands á HM er á móti Túnís þann 18. júní og eru Panama og Belgía einnig í G-riðli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert