Ekki undirbúnir fyrir Íslandsleikinn

Frá viðureign Íslendinga og Englendinga á EM.
Frá viðureign Íslendinga og Englendinga á EM. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jamie Vardy framherji Leicester City og enska landsliðsins kennir Roy Hodgson fyrrverandi landsliðsþjálfara Englendinga um að hafa ekki undirbúið liðið betur þegar það mætti Íslendingum í 16-liða úrslitunum á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Íslendingar unnu frækinn 2:1 sigur á Englendingum þar sem Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands í leiknum. Englendingar hafa verið sárum eftir þennan tapleik og eru enn að velta sér upp úr tapleiknum í Nice fyrir tveimur árum.

„Evrópumótið var mikið högg fyrir enska fótbolta. Þegar við lentum undir á móti Íslendingum vissum við ekki hvað við áttum að gera. Flestir okkar reiknuðu með sigri en við vorum ekki undirbúnir fyrir leikinn og það kom í bakið á okkur,“ segir Vardy í viðtali við enska blaðið Daily Mail.

„Við vissum ekki hvað við áttum að gera þegar við lendum undir því það var ekki búið að undirbúa það fyrir leikinn. En þetta er öðruvísi núna. Ég held að ef þú spyrð alla leikmenn hver sé munurinn núna þá séum við allir undirbúnir sem lið við hverja atburðarrás,“ segir Vardy.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert